Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2013 mánudaginn 02. des. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
1. Fjárhagsáætlun 2014 með þriggja ára áætlun 2015-2017
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.
Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti
Skatttekjur 39.678
Framlög Jöfnunarsjóðs 56.941
Aðrar tekjur 21.650
Tekjur samtals 118.269
Gjöld 108.668
Fjármagnstekjur (1.865)
Rekstrarniðurstaða 7.736
Veltufé frá rekstri 16.951
Fjárfesting ársins 17.000
Samþykkt að leggja 500.000 kr. aukalega til að mæta hugsanlegri þörf fyrir lengri opnunartíma leikskóla, slíkt kemur þó aðeins til greina fyrir fjögur börn
Einnig var samþykkt að sú fjárhæð sem ekki gekk út við úthlutun úr atvinnuaukningasjóði árið 2013 bætist við ráðstöfunarfé sjóðsins árið 2014.
Kannað verðu með uppsetningu á brunavarnakerfi í Fjarðarborg og Grunnskólanum. Ákveðið að kaupa fjarskiptabúnað fyrir tvo reykkafara.
Fundi slitið kl: 18.55 Kristjana Björnsdóttir
ritaði