Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2013 mánudaginn 18. nóv. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
1. Fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps 2014
Að lokinni umræðu var fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2014 og þriggja ára áætlun borin upp við fyrri umræðu og samþykkt einróma.
2. Breyting á eignarhaldi Safnahússins á Egilsstöðum
Hreppsnefnd telur mikilvægt að eignarhald Safnahússins komist á eina hendi og tilbúin til viðræðna um málið.
3. Fundargerð: Dvalarheimilis aldraðra 5.11.13
Í fundargerðinni kemur m.a. fram að stjórn Dvalarheimilins veitir framkvæmdastjóra leyfi til að ganga frá kaupum á 14 íbúðum að Hamragerði
5 á Egilsstöðum. Hreppsnefnd Borgarfjarðrhrepps staðfestir umboðið fyrir sitt leyti.
4. Fundargerðir: Fundargerð stjórnar SSA 31.10.13
Lögð fram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra
Aðalfundur Héraðsskjalasafnsins 21. nóvember. Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps verður Björn Aðalsteinsson og Kristjana Björnsdóttir til vara.
Að gefnu tilefni sendir Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps Seyðfirðingum baráttukveðjur og telur einboðið að hagsmunum Auturlands sé best borgið með samstöðu um ferjuhöfn á Seyðisfirði og að úrbætur í samgöngumálum taki mið af því.
Fundi slitið kl: 19.15 Kristjana Björnsdóttir
Fyrri umræða með þriggja ára áætlun.
ritaði