Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

17. fundur 04. nóvember 2013

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2013

mánudaginn 04. nóv. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Fjárhagsyfirlit 30.09.2013
Rekstur Borgarfjarðarhrepps er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun.

2. Fjárhagsáætlun 2014
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að vinnufundi þriðjudaginn 12. nóv.

3. Útsvarsprósenta 2014
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.48% sem er hámarskálagning. Einungis þau sveitarfélög sem nýta hámarksálagningu til útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.

4. Fasteignagjöld 2014
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 12.500- á íbúð, kr. 7.000- þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 15.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu, Sorpeyðingargjöld: kr. 5.000- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 7.500- FKS kr. 50.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 5.000- á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000- lágmarki kr. 5.000- FKS kr. 30.000- Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,4%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%.
Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.

5. Erindi frá Framfarafélagi Borgarfjarðar 22.10.13
Framfarafélagið þakkar stuðning við stofnun og starf félagsins og leitar eftir áliti varðandi byggingu íbúða. Hreppsnefnd ræddi erindið ítarlega og felur sveitarstjóra að svara erindinu efnislega.

6. Erindi frá Ferðamálahópi Borgarfjarðar 21.10.13
Í bréfinu er skorað ,,á Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps að móta sér stefnu varðandi opnun vegar til Breiðuvíkur og er ósk hópsins að opnun á vegi verði sem næst 20. júní ár hvert.“ Árlega eru settir fjármunir af stattpeningum Borgfirðinga í mokstur til Breiðuvíkur og hefur verið kappkostað að opna veginn eins snemma vors og fjárhagur og ástand vegarins leyfa.

7. Erindi frá Landsbyggðin lifir 02.10.13
Sótt er um styrk að upphæð kr. 100.000. Erindinu hafnað.

8. Fjárbeiðni frá Stígamótum
Beiðnin verður til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar.

9. Fundargerðir: HAUST 24.10.2013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10. Skýrsla sveitarstjóra
Starfsleyfi vatnsveitu gildir til 2025 - Bæta verður aðgengi íbúa að fjarfundabúnaðar, sveitarstjóri kannar málið.

Fundi slitið kl. 19.30
Kristjana Björnsdóttir ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni þessarar síðu?