Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

15. fundur 07. október 2013

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 15. fundar á árinu 2013 mánudaginn 07. okt. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum.
Hreppsnefnd Borgarfjaðarhrepps telur eðlilegt að sveitarfélög eigi hlutdeild í skatttekjum af auðlindum landsins hvort heldur er af veiðigjöldum eða orkuauðlindum.

2. Deiliskipulag Stakkahlíðar í Loðmundarfirði
Fjallað var að nýju um deiliskipulag að Stakkahlíð. Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna rann út 23. september s.l. Engar athugasemdir bárust. Hreppsnefnd samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi að Stakkahlíð í Loðmundarfirði í Borgarfjarðarhreppi sem unnin er af Landmótun, Einar E. Sæmundssen síðast breytt í apríl 2012.

3. Erindi frá N4
Gísli Sigurgeirsson fer þess á leit að Borgarfjarðarhreppur greiði mánaðarlegan styrk til N4 vegna framleiðslu Glettuþátta. Hreppsnefnd lýsir ánægju með þá landkynningu sem Glettuþættir frá Borgarfirði eru, en telur ekki raunhæft að greiða mánaðargjald þar sem N4 sést ekki á Borgarfirði. Verði gerðir fleiri Glettuþættir frá Borgarfirði má endnurskoða málið.

4. Erindi frá UMFB
UMFB fer þess á leit að settur verði upp geymsluskápur í Sparkhöllinni þar sem geyma mætti áhöld til íþróttaiðkunnar. Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að skoða málið með UMFB og gera einnig aðrar þær úrbætur sem þarf.

5. Fundargerðir:
a. Stjórnar SSA nr. 10 starfsárið 2012-2013 lögð fram til kynningar.
b. Stjórnar SSA nr. 1 starfsárið 2013-2014 lögð fram til kynningar.
c. Félagsmálanefndar 121. fundur lögð fram til kynningar.
d. 35. fundur stjórnar Brunavarna á Austurlandi lögð fram til kynningar.
e. Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands 30. september lögð fram til kynningar.

6. Skýrsla sveitarstjóra

Vatnsveituframkvæmdum í Njarðvík er lokið. Í eftirlitsskýrslu HAUST frá 19. sept. eru gerðar nokkrar kröfur um úrbætur, sumt hefur þegar verið lagfært en annað er í vinnslu. Engar umsóknir bárust um lán úr Atvinnuaukningarsjóði.

Fundi slitið kl: 18.50 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?