Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2013 mánudaginn 16. sept. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana. Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir fyrsta lið.
1. Brunavarnaáætlun Brunavarna á Austurlandi 2013-2017
Baldur kynnti áætlunina og svaraði spurningum. Fjárfesting Borgarfjarðarhrepps á árinu 2014 er áætluð kr. 360 þús.
Hreppsnefnd staðfestir áætlunina og felur sveitarstjóra undirritun.
2. Fjárhagsyfirlit 30. júní 2013
Yfirlitið er í samræmi við fjárhagsáætlun og ekki ástæða til annars en ætla að rekstur Borgarfjaðarhrepps verði í jafnvægi um áramót.
a. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga
Aðalfundur HAUST verður haldinn á Borgarfirði 9. okt. fulltrúi Borgarfjarðarhrepps verður Bjarni Sveinsson, Jón Þórðarson til vara.
c. Brunavarnir á Austurlandi 06.09.13 með fjárhagsáætlun 2014
d. Minjasafn Austurlands fundargerð 05.09.13 ásamt fjárhagsáætlun
Fundargerðir a. til d. ásamt fylgigögnum, lagðar fram til kynningar og ræddar. Búið er að draga niður vatnslögn í Njarðvík en eftir er að ganga frá tengingum og miðlunartanki. HAUST eftirlitsskýrsla 12.08.13 vegna urðunar á Brandsbölum. Engar athugasemdir né frávik frá starfsleyfi voru staðfest.
Ágóðahlutagreiðsla 2013 frá Brunabót er kr. 265.500. Síminn hefur tilkynnt að rekstri símasjálfsala á Borgarfirði verði hætt 1. okt. 2013
Sveitarstjóri mun sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp vegna
Fundi slitið kl: 19.10 Kristjana Björnsdóttir
Eindagi umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er 1. okt.