Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 02. september 2013

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2013 mánudaginn 2. sept. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana.

1. Fulltrúar Framfarafélags Borgarfjarðar kynna félagið:
Á fundinn mættu Arngrímur Viðar Ásgeirsson formaður félagsins og Ásta Hlín Magnúsdóttir sem starfað hefur fyrir félagið en Borgarfjarðarhreppur greiddi laun hennar í tvo mánuði vegna stofnunnarinnar. Þau kynntu það starf sem unnið hefur verið og kom m.a. fram að félagið var formlega stofnað 17. júlí
og félagsmenn eru 95. ,,Tilgangur félagsins er að stuðla að samfélagsþróun á Borgarfirði með áherslu á tækifæri fyrir nýja íbúa að setjast í sveitarfélaginu.“

2. Hafnasambandsþing í Grindavík:

Hafnafundur Hafnasambands Íslands verður haldinn 20. sept. n.k. Jón Þórðarson verður fulltrúi.

3. Fundargerð SSA 09.08.2013

Fundargerðin lögð fram til kynningar í henni kemur m.a. fram að aðlafundur SSA verður í Fjarðarbyggð 13. og 14. sept. oddviti verður fulltrúi á fundinum.
Kynnt bréf frá Bjarna Björgvinssyni varðandi yfirtöku Borgarfjaðarhrepps á eignarhlutum Kvenfélagsins Einingarinnar og UMFB í Fjarðarborg.
Hreppsnefnd vill brýna fyrir leiðsögumönnum með hreindýraveiðum að fara að lögum um utanvegaakstur og sjá til þess að veiðimenn á þeirra vegum virði reglur þar um. Einnig vill hreppsnefnd mælast til þess að veiðibráð sé hulin þegar farið er um byggð í Borgarfjarðarhareppi.
Hreppsnefndin fagnar þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar að fjölga opnunardögum

Lokið er við endurnýjun vatnslagnar í Eyrarbratta og frágangi á brunahana. Farið verður í að skipta út tengikrana í brunni á Fjarðarborgarplani.
Oddviti sagði frá fundi samgöngunefndar SSA og vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð. Rætt um tónlistarkennslu til handa borgfirskum börnum.

Fundi slitið kl: 19.35 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?