Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2013 þriðjudaginn 6. ágúst kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar og Ólafur. Varamaðurinn Bjarni Sveinsson mættur í stað Kristjönu.
1. Fjallskil 2013
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson. Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga. Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði með svipuðu sniði og undanfarin haust.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á mat og gistingu í Loðmundarfirði.
2. Endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Já Sæll ehf
Hreppsnefndin hefur ekkert við veitingu leyfisins að athuga.
3. Auglýsing deiliskipulagstillögu af Stakkahlíð
Tekin fyrir deiliskipulagstillaga af Stakkahlíð í Loðmundarfirði dagsett 30.03.2011. Fyrir liggur heimild frá Umhverfis og Auðlindaráðuneytinu um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar um lágmarksfjarlægð frá vegi. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.
4. Erindi frá Lindu Ólafsdóttur vegna bæjarhátíðar frímerkis
Jón Þórðarson vakti athygli á vanhæfi sínu í þessu máli og var það samþykkt með tveimur atkvæðum á móti einu.Óskað eftir að Borgarfjarðarhreppur kaupi mynd af bæjarhátíðarfrímerkinu með Bræðslunni til styrktar Félagi krabbameinssúkra barna. Hreppsnefndin samþykkir að kaupa mynd fyrir kr. 65000
5. Hugmyndasamkeppni Dyrfjöll – Stórurð
Borgarfjarðarhreppur og Fljótsdalshérað sóttu um framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2013, til hönnunar og skipulags víðernisins Dyrfjöll-Stórurð. Framlagið var veitt. Unnin hefur verið samkeppnislýsing í samstarfi við arkitektafélag Íslands að hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla. Hreppsnefndin samþykkir að standa að þesari samkeppni.
6. Viðgerð á bryggjunni
Samþykkt að gera við skemmdir á þekju hafnargarðsins, kostnaður áætlaður 500-700 þús.
7. Fundargerðir:
a. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 2. júlí 2013 í fimm liðum, lögð fram til kynningar og rædd.
b. HAUST 27. júní 2013 í fimm liðum, lögð fram til kynningar.
8. Skýrsla sveitarstjóra
Rafmagnsnotkun rædd, notkun í grunnskólanum hefur lækkað áhaldahús hefur hækkað enda stærra hús, áætlun næsta árs uppá 4,4 milj. Rætt um slóðamyndun uppá Hvítserk og hugsanleg viðbrögð við slíkum skemmdum. Rætt um hraðaakstur í þorpinu ökumönnum bent á að sömu hraðatakmarkanir gilda á öllum leiðum inní þorpið.
Fundi slitið kl. 19.00
Jón Þórðarson ritaði