Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

11. fundur 01. júlí 2013

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2013 mánudaginn 1. júlí kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar og Kristjana. Varamaðurinn Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs.

1. Erindi um eignarhald á Fjarðarborg frá UMFB og kvenfélaginu
Erindi UMFB: Aðalfundur UMFB þann 13. júní s.l. ,,samþykkti að gefa Borgarfjarðarhreppi 48% hlut sinn í Félagsheimilinu Fjarðarborg. Húseignin
er gefin með þeim skilyrðum að áfram skuli vera miðstöð menningar og lista á Erindi Einingarinnar er með svipuðum hætti en kvenfélagið óskar eftir því að Borgarfjarðarhreppur yfirtaki 12% hlut þeirra í Félagsheimilinu. Ákveðið að leita álits lögfræðings og endurskoðenda Borgarfjarðarhrepps, stefnt er að því að ákvörðun Hreppsnefndar liggi fyrir með haustinu.

2. Umsögn til sýslumanns vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi fyrir Álfacafé: Hreppsnefndin hefur ekkert við leyfið að athuga.

3. Ráðningarsamningur skólastjóra:
Hreppsnefnd samþykkir ráðningu Svandísar Egilsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar frá og með 1. nóvember n.k. Hreppsnefnd fagnar
ráðningu Svandísar og býður fjölskylduna velkomna í byggðarlagið.

a.Ársfundur Menningarráðs Austurlands 14.05.13.
b.Aðalfundur Atvinnuþróunarsjós Austurlands 10.06.13
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
c.Skipulags og bygginganefnd 13.06.13
Fundargerðin rædd og samþykkt einróma.
a.Siglingastofnun: Í bréfinu kemur frm að frá og með 1. júlí tekur Samgöngustofa við stjórnsýsluverkefnum Siglingastofnunar Íslands og Vegaverðarinnar, svo og öllum verkefnun Flugmálastjórnar Íslands og Umferðarstofu. Með bréfinu þakkar starfsfólk Siglingastofnunnar Íslands ánægjulegt samstarf á liðnum árum og væntir þess sama á nýjum vettvangi.

b.Huginn: Guðjón Harðarson þakkar f.h. Íþróttafélagsins Hugins stuðning við félagið í tilefni 100 ára afmælis.

Getum við bætt efni þessarar síðu?