Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10. fundar á árinu 2013 mánudaginn 3. júní kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson og Ólafur ásamt varamanninum Bjarna Sveinssyni. Kristjana og Jón Sigmar boðuðu forföll.
1. Hálendisvegur, stuðningur Borgarfjarðarhrepps.
Óskað eftir fjárhagslegum og pólitískum stuðningi Borgarfjarðarhrepps við lagningu hálendisvegar. Erindið undirrita Sigurður Gunnarsson Seyðisfirði og Unnar Elísson Egilsstöðum: Áætlun um hálendisveg er þarft verk og á slíkur vegur fullan rétt á sér, en alla þá stund sem Borgarfjörður eystri hefur ekki fengið sæmilega akfæra tengingu við Hringveginn sér Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sig ekki aflögufæra með fé eða stuðning við aðrar vegaframkvæmdir.
2. Erindi frá íbúum Skálabergs vegna bleytu á lóð.
Ólafur Hallgrímsson vakti athygli á vanhæfi sínu og var það samþykkt. Samþykkt að grafa skurð á lóðarmörkum með viðeigandi frágangi.
3. Erindi áhugafólks um samfélagsþróun á Borgarfirði.
Samþykkt að styðja verkefnið með ráðningu starfsmanns í tvo mánuði frá 15. júní. Ráðningin færist er undir starfsemi Áhaldahúss.
Tilboð um endurnýjun tryggingasamnings frá VÍS. Um er að ræða lækkun iðgjalda í næsta fjögura ára samningi. Samþykkt að taka tilboðinu.
a. Fundargerðir Félagsmálanefndar nr. 113-116, lagðar fram til kynningar
b. SSA 23.05.13. Lögð fram til kynningar.
c. Fundargerð Skólanefndar 7.05.13. Lögð fram til kynningar ásamt skóladagatali og skólahaldsáætlun næsta skólaárs, rædd og samþykkt.
Siðareglur Borgarfjarðarhrepps hafa ásamt samþykkt um stjórn sveitarfélagsins hlotið staðfestingu Innanríkisráðuneytis. Siðareglurnar undirritaðar.
Gengið hefur verið frá nýjum samstarfssamningi um byggðasamlagið Minjasafn Austurlands.
Framkvæmdum við Svínalæk lokið aðeins eftir að snyrta yfirborð.
Fundi slitið kl: 18.40 Jón Þórðarson
ritaði