Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2013 mánudaginn 13. maí kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2012 (síðari umræða)
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnamála um reikningsskil sveitarfélaga.Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 109,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 102,6 millj. Álagningarhlutfall útsvars var 14,48% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,40% en lögbundið hámark þess er 0,625% með álagi. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,0% en lögbundið hámark er 1,10% með álagi. Rekstarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 10,3 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 11,7 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2012 nam 171,1 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 168,8 millj. kr.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2012 borinn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma.
Sveitarstjórn samþykkti að veita framlagi frá A-hluta sveitarsjóðs til B-hluta upp á kr. 3,6 milljónir vegna halla á rekstri fyrirtækja í B-hluta sveitarsjóðs.
Fundi slitið kl: 17.15 Kristjana Björnsdóttir ritaði