Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2013 mánudaginn 6. maí kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. Einnig mætti á fundinn Friðrik Einarsson frá KPMG Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2012 , fyrri umræða:Friðrik lagði fram og skýrði ársreikninginn. Oddviti bar upp ársreikning fyrir árið 2012 og var hann samþykktur einróma. Síðari umræða verður mánudaginn 13. maí kl: 17
Tjaldsvæði gjaldskrá:
Gjaldið verður kr: 1.000 fyrir fullorðna á nóttin, auk þess sem innheimt er gistnáttagjald sem er 100 kr. á gistieiningu. Gjald fyrir rafmagn kr. 600 á sólahring.
Minjasafn Austurlands breyting á samningi:
Hreppsnefndin samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir og sveitarstjóra falið að
undirrita hann.
Erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs:
Sótt er um styrk til gerðar kynningarmyndbanda um Stórurð, Víkur og Borgarfjörð eystri í samstarfi við Ferðamálahóp Borgarfjarðar. Hreppsnefndin ákvað að styrkja verkefnið um umbeðna upphæð kr. 75 þúsund.
Fundargerðir:
a.
Dvalarheimilið
Fundargerðin var afgreidd 2. apríl s.l.
b.
SSA 23.04.2013
Fundargerð í 7 liðum lögð fram til kynningar og rædd.
c.
Brunavarnir á Austurlandi 24.04.2013
Fundargerð í 4 liðum lögð fram til kynningar og rædd.
Skýrsla sveitarstjóra
Framkvæmdir við fráveitu eru hafnar og ganga samkvæmt áætlun. Vinnuskólinn hefst 18.
júni og verður starfandi í 6 vikur. Borgarfjarðarhreppur hefur fengið úthlutað stuðningi við
4 sumarstörf fyrir námsmenn.
Fundi slitið kl. 19.10
Kristjana Björnsdóttir
ritaði