Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2013 mánudaginn 15. apríl kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Ólafur, Bjarni í stað Kristjönu.
1. Samþykkt um stjórn Borgarfjarðarhrepps seinni umræða
Farið yfir samþykktina og gerðar nokkrar breytingar og lagfæringar m.a. vegna ábendinga frá lögfræðingi Sambands íslenskara sveitarfélaga. Samþykktin síðan samþykkt einróma með áorðnum breytingum. Sendist ráðuneyti sveitarstjórnarmála til staðfestingar.
2. Siðareglur hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps
Siðareglurnar teknar fyrir öðru sinni og samþykktar einróma. Sendist ráðuneyti sveitarstjórnarmála til staðfestingar.
3. Umsókn um stöðu skólastjóra
Umsóknarfrestur er liðinn, ein umsókn hefur borist frá Svandísi Egilsdóttur. Umsögn liggur fyrir frá förstöðumanni skólaskrifstofu sem telur Svandísi hæfa til að gegna stöðunni. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Svandísi og umsagnaraðila.
4. Fundargerðir:
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 3. Apríl. Fundargerðin lögðfram til kynningar.
5. Skýrsla sveitarstjóra:
Oddviti og sveitarstjóri áttu fund með forstöðumanni Vegagerðarinnar á Austurlandi þar sem farið var yfir ýmis mál. M.a. möguleika á aukinni vetrarþjónustu, fyrirhugaðar framkvæmdir á Borgarfjarðarvegi frá 2014, hönnun vegstæðis í Njarðvíkurskriðum, styrkvegi og mögulega lagfæringu brúar á Loðmundarfjarðarvegi í Húsavík. Ekki skortir góðan vilja Vegagerðarinnar en allt er háð fjárveitinum.
Rætt um gjaldtöku á tjaldsvæði sveitarstjóra falið að yfirfara gjaldskrá og leggja fyrir næsta fund.
Fundi slitið kl. 18.40
Opið hús í skemmunni á Heiðinni 24. apríl kl. 16-18 húsið tekið formlega í notkun allir velkomnir, heitt á könnunni.