Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2013 þriðjudaginn 2. apríl kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana
Samþykkt um stjórn Borgarfjarðarhrepps fyrri umræða.
Farið yfir samþykktirnar þær ræddar efnislega og gerðar nokkrar lagfæringar, síðan var plaggið samþykkt einróma við fyrri umræðu.
Atvinnuaukningasjóður umsókn
Aðeins ein umsókn barst sjóðnum frá Skúli Sveinsson sem sækir um lán til fjármögnunar vegna kaupa sexhjóli. Samþykkt að veita Skúla umbeðna upphæð kr. 440 þúsund enda leggi Skúli fram veð sem hreppsnefnd samþykkir. Næsti eindagi umsókna í sjóðinn verður 1. október.
Ferðaþjónustan Álfheimar ehf. skuldbreyting
Hreppsnefndin samþykktir, sem síðari veðréttarhafi, skuldbreytingu Álfheima ehf hjá Byggðastofnun.
Umsóknir um nýtingu túna í eigu Borgarfjarðarhrepps Jakob Sigurðsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sem var samþykkt einróma og yfirgaf hann fundinn undir 4. lið. Jakob Sigurðsson og Margrét Hjarðar óska eftir að taka á leigu ræktunarlóðir C-1 Hólstún og C-17 Finnsatún. Samþykkt að leigja Jakobi og Margréti framangreindar ræktunarlóðir.
Kjörskrá vegna alþingiskosninga 27. apríl
Hreppsnefnd felur oddvita og sveitarstjóra að yfirfara kjörskrárstofn og undirrita kjörskrá. Kjörskrá mun liggja frammi í andyri Hreppsstofu frá og með 17. apríl.
Fundargerðir:
HAUST 20. mars 2013 í 7 dagskrárliðum.
Dvalarheimili aldraðra aðalfundur 20. mars 2013 í 4 dagskrárliðum. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og ræddar. Undir b) 1. lið kemur fram að eignarhlutur Borgarfjarðarhrepps í Dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum er 7,2%
Bréf:
Ritnefnd íþróttafélagsins Hugins hyggst gefa út veglegt afmælisrit vegna 100 ára afmælis og býður Borgarfjararhreppi að setja nafn sitt með afmæliskveðju í blaðið. Hreppsnefndin þekkist boðið og greiðir fyrir kr. 12 þúsund.
Skýrsla sveitarstjóra
Í skýrslunni kom m.a. fram að arðgreiðsla til Borgarfjarðarhrepps frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. er um kr. 300 þúsund. Fyrir liggur uppgjör vegna dúntekju í Hafnarhólma fyrir árið 2012 í hlut Borgarfjarðarhrepps koma kr. 759.556. Borið hefur á slæmri umgengni í Sparkhöllinni og beinir hreppsnefnd því til notenda að bæta þar úr.
Fundi slitið kl.19
Kristjana Björnsdóttir
ritaði