Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

4. fundur 04. mars 2013

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2013 mánudaginn 4. mars kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Bjarni í stað Kristjönu.

1. Samningur við Yl ehf. vegna framkvæmda við frárennsli.Verkfræðistofa Austurlands hefur framkvæmt verðkönnun fyrir hönd Borgarfjaðarhrepps vegna úrbóta í frárennslismálum. Tvö tilboð bárust í verkið, ÞS verktakar ehf. buðu kr. 7.713.630 og Ylur ehf. kr. 5.764.000 kostnaðaráætlun var kr. 6.627.500. Hreppsnefnd samþykkir að semja við Yl ehf. um verkið.

2. Fasteignagjöld 2013Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af fjórum eignum þ.e. skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Vinaminni.

3. Erindi frá skólastjóraHelga Erla Erlendsdóttir skólastjóri segir upp störfum sem skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar frá og með 1. nóvember 2013. Staðan verður auglýst.

4. Erindi frá Fljótsdalshéraði um málefni SafnahússFljótsdalshérað óskar eftir afstöðu Borgarfjarðarhrepps til hugmynda um skipulagsbreytingar á þeirri starfsemi sem í húsinu er ma. athuga möguleika á sameigilegri framkvæmdastjórn stofnananna. Hreppsnefnd telur sjálfsagt að skoða slíkar breytingar enda dragi þær úr kostnaði.

5. Gjaldskrár:a. Vegna hunda og kattahalds: Gjaldskrá fyrir hunda og ketti sameinuð og uppfærð.Tryggingar vegna hunda og katta í þorpinu teknar inní gjaldskrána árgjald fyrirhund kr. 12.000 og fyrir kött kr. 8.000.b. Gjaldskrá fyrir Borgarfjarðarhöfn. Gjaldskráin uppfærðc. Fyrir hreinsun rotþróa í dreifbýli í Borgarfjarðarhreppi kr. 5.000

6. Skýrsla sveitarstjóra:Framkvæmdir við frárennsli hjá Svínalæk hefjast fljótlega. Bréf frá Vegagerðinni um yfirtöku á Desjarmýrarvegi, fundað verður með Vegagerðinni um málið. Stefnt er að opnu húsi í tilefni af framkvæmdalokum á Heiðinni föstudaginn 22. mars.

Fundi slitið kl: 19.00
Jón ÞórðarsonSveitarstjóri


Eindagi umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er 1. apríl

Getum við bætt efni þessarar síðu?