Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

3. fundur 04. febrúar 2013

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2013 mánudaginn 4. febrúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Símamál
Eftirfarandi svar barst sveitarstjóra vegna fyrirspurnar um hvað væri þess valdandi að Borgarfjörður eystir er ekki meðal 53 staða á landsbyggðinni sem fá Ljósnet á þessu ári: ,,Það er rétt að Síminn var í gær að tilkynna um stórt verkefni sem fara á í á 53 stöðum á landsbyggðinni. Því miður munum við ekki komast í verkefnin á Borgarfirði á þessu ári, en það veður skoðað í áætlunnargerðinni fyrir 2014. Eins og við fórum yfir með ykkur á fundinum fyrr í vetur, snúast aðgerðir okkar um forgangsröðun eftir mögulegum fjölda viðskiptavina og kostnaði við að veita þjónustuna og Borgarfjörður er einfaldlega aftar í þessum forgangslista en staðirnir á listanum. Mér þykir leitt að svarið sé á þennan veg, en svona er það nú samt. Við erum ekki í stakk búin til að gera alla ánægða. Kveðja Páll Liljar Guðmundsson.“

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps óskar heimilisfólki á þeim 16.000 heimilum sem fá Ljósnet á árinu 2013 til hamingju, en harmar þó enga síður að íbúar Borgarfjaðrahrepps skuli ekki vera þar á meðal.

Í svari Símanns til fréttasíðunnar borgarfjordureystir.is kemur fram að 3 G samband muni koma á Borgarfjörð nú í byrjun mars. Vissulega ber að fagna þessari ákvörðunin en hins vegar breytir hún ekki þeirri staðreind að endurnýja þarf fastlínukerfið í Borgarfjarðarhreppi svo koma megi á nútímatengingum en óbreytt ástand hindrar eðlilega þróun atvinnulífs.

2. Fundargerðir:
a) Félagsmálanefnd 21. janúar
b) Stjórnarfundir Héraðsskjalasafnsins 23. og 30. janúar
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og ræddar.

3. Skýrsla sveitarstjóra:
Vegagerðin greiddi Borgarfjarðarhreppi kr. 807.375 fyrir efnistöku og land í Njarðvík. Verkfræðistofa Austurlands hefur sent út verðkönnun fyrir hönd
Borgarfjaðarhrepps vegna úrbóta í frárennslismálum.

Fundi slitið kl: 18.40

Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?