Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2013 mánudaginn 21. janúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
1. Beiðni um veðheimild
Með bréfi dagsettu 16. jan. 2013 óskar Andrés Hjaltason eftir veðheimild hjá Borgarfjarðarhreppi í jörðinni Njarðvík 3. Hreppsnefndin telur sér ekki heimilt að veita umbeðna veðheimild.
2. Fundargerðir: a) Stjórn SSA 8. janúar b) HAUST 14. janúar
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og ræddar.
3. Skýrsla sveitarstjóra:
Í skýrslunni kom m.a. fram að með nýjum lögum um menningarminjar nr. 80/2012 tekur Minjastofnun Íslands við hlutverki Fornleifaverndar og Húsafriðunarnefndar ríkisins, lögin tóku gildi 1. jan. 2013. Leita skal álits Minjastofnunar varðandi öll hús byggð árið 1925 eða fyrr og kirkju byggðar 1940 eða fyrr.
Einnig kom fram að hreppsnefnd fékk Unni Birnu forstöðumann Minjasafns Austurlands til að skoða Kjarvalsstofu og þá muni sem þar eru varðveittir. (Sjá
fundargerð 7. jan. s.l. 1. liður)
Fundi slitið kl. 18
Kristjana Björnsdóttir ritaði