Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2013 mánudaginn 7. janúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. Undir 1. dagskrárlið (málefni Kjarvalsstofu) mætti á fundinn Arngrímur Viðar og Áskell Heiðar var í símasambandi.
1. Kjarvalsstofa
Heiðar fór yfir stöðuna hjá Kjarvalsstofu, í máli hans kom fram að breittar forsendur valda því að ekki er möguleiki á því að sækja fjármagn fyrir stofuna til fjárlaganefndar svo sem verið hefur. Ýmsir möguleikar voru ræddir og mun hreppsnefnd kanna hvort og hvernig Borgarfjarðarhreppur geti stuðlað að því að Kjarvalstofa verði áfram verðugur minnisvarði um meistara Kjarval.
2. Fundargerðir:
a. Auka aðalfundur Þróunarfélags Austurlands 20. 12.2012
Fundurinn ,,samþykkir að slíta Þróunnarfélagi Austurlands og felur stjórn þess að starfa fram að slitum og annast þau.“
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 18.12.2012
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Skýrsla sveitarstjóra
Fram kom m.a. að endurgreiðsla Ríkisins til Borgarfjarðarhrepps vegna minkaveiða á tímabilinu 1.sept. 2011 til 31. ágúst 2012 er kr. 164.721,
heildarkostnaður vegna minkveiðar á framangreindu tímabili var kr. 340.747.
Fundi slitið kl: 18.50
Kristjana Björnsdóttir ritaði