Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2012 mánudaginn 17.
desember kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón
Þórðarson og Ólafur, Bjarni í stað Kristjönu. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu
þess efnis að 2. dagskrárliður verði málefni Atvinnuþróunarsjóðs. Tillagan samþykkt og
færast aðrir dagskrárliðir aftur sem því nemur.
1. Málefni Safnahússins á Egilsstöðum.
Farið yfir minnisblað KPMG frá 6. des. um Safnahúsið á Egilsstöðum vegna
hugsanlegrar yfirtöku Fljótsdalshéraðs á eigninni.
2. Málefni Atvinnuþróunarsjóðs
Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs samþykkti á fundi sínum þann 5. nóvember sl. að óska
eftir svörum frá aðildarsveitarfélögunum hvort þau ætli að halda áfram aðild sinni að
sjóðnum.
Borgarfjarðarhreppur styður áframhaldandi starfsemi Atvinnuþróunarsjóðsins.
3. Fundargerðir:
a. Stjórn SSA 22. nóvember. Lögð fram til kynningar.
b. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 30.11.12. Lögð fram til kynningar.
c. Skólaskrifstofa aðalfundur 23.11.12. Lögð fram til kynningar.
Samkv. upplýsingum frá Siglingastofnun er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu
til viðgerðar á garðinum milli lands og hólma á næsta ári í samgönguáætlun,
framkvæmdin er á áætlun 2014. Áætlunin gerir ráð fyrir sjóvörnum á Bökkum
2016.
b. Áhaldahús, flutningur á slökkvuliði og björgunarsveit í nýja húsið stendur yfir.
c. Framkvæmdir.
Sveitarstjóri lætur framkvæma verðkönnun á lagfæringum rotþróa við
Svínalæk.
Jón Þórðarson ritaði