Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2012 mánudaginn 03. des. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, og Ólafur. Bjarni mættur í stað Kristjönu.
- Fjárhagsáætlun 2013 með þriggja ára áætlun 2014-2016 síðari umræða.
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma með áorðnum breytingum.
Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti
Skatttekjur 38.180
Framlög Jöfnunarsjóðs 44.872
Aðrar tekjur 24.235
Tekjur samtals 107.287
Gjöld 103.700
Fjármagnstekjur (2.505)
Rekstrarniðurstaða 1.082
Veltufé frá rekstri 10.769
Fjárfesting ársins 11.000
- Fundargerðir:
Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns 22. Nóvember
Lögð fram til kynningar
Aðalfundur Héraðsskjalasafns 2012
Lögð fram til kynningar
Stjórn Brunavarna 6.11.2012
Lögð fram til kynningar
- Skýrsla sveitarstjóra
Símamál eru í vinnslu von á tilboði í viðhald tenginga ínní hús, GSM samband til athugunar og úrbætur til skoðunar hjá Símanum. Rætt um málefni safnahúss á Egilsstöðum en uppi eru hugmyndir um að Fljótsdalshérað yfirtaki húseignina. Ferðamálahópurinn og Borgarfjarðarhreppur stóðu að umsókn um aðild að Eden verkefninu sem hefur verið kynnt á „borgarfjordureystri.is“ Borgarfjarðarhreppur mun greiða árgjald að samtökunum.
Fundi slitið kl: 18:50 Jón Þórðarson ritaði