Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2012 mánudaginn 19. nóv . kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, og Ólafur. Bjarni mættur í stað Kristjönu.
1. Fjárhagsáætlun 2013 með þriggja ára áætlun 2014-2016 fyrri umræða. Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma.
2. Kjörstjórnarlaun vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
Kjörstjórnarlaun ákveðin kr. 35.000 á hvern nefndarmann.
3. Héraðsskjalasafn, fulltrúi á aðalfund
Kristjana Björnsdóttir verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps Jón Þórðarson til vara.
4. Erindi frá Margréti Halldórsdóttur
Margrét óskar eftir að Borgarfjarðarhreppur falli frá forkaupsrétti og kaupskyldu að að
fasteign hennar Víkurnesi 1.
Erindið samþykkt einróma.
5. Bréf:
a. Snorraverkefnið
Óskað eftir fjárstuðningi við Snorraverkefnið, eða að tekið verði á móti þáttakanda
í starfsþjálfun í þrjár vikur sumarið 2013.
b. Landsbyggðin lifi
Óskað eftir styrk til samtakanna.
c. Stígamót
Óskað eftir fjárstuðningi til starfseminnar.
Öllum erindum hafnað.
6. Skýrsla sveitarstjóra
Unnið er að úrbótum á dreifikerefi Símans í þorpinu. Þegar því verki er lokið verður gerð úttekt á stöðu mála í hreppnum og yfirmenn Símans halda fund með hreppsnefnd um framhaldið.
Fundi slitið kl: 18:55
Jón Þórðarson ritaði