Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2012 mánudaginn 5. nóv. kl.17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
- Fjárhagsáætlun 2013
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar. Stefnt að vinnufundi í byrjun næstu viku.
- Útsvarsprósenta 2013
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.48% sem er hámarskálagning. Einungis þau sveitfélög sem nýta hámarksálagningu til útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.
- Fasteignagjöld 2013
Gjöldin óbreytt að öðru leiti en því að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hækkar úr 1,25% í 1,45%.
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 12.500- á íbúð, kr. 7.000- þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 15.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu, Sorpeyðingargjöld: 5.000- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 7.500- FKS kr. 50.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 5.000- á rotþró. Vatnsgjöld:á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000- lágmarki kr. 5.000- FKS kr. 30.000-Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,4%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.
- Reglur og gjaldskrár frá félagsmálanefnd
Á fundi félagsmálanefndar 15. okt. s.l. voru teknar fyrir eftirfarandi reglur;
· Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk (nýjar reglur). Um er að ræða tímabundi tilraunaverkefni.
· Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra (fyrri reglur uppfærðar án innihaldslegra breytinga).
· Gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra (fyrri gjaldskrá uppfærð).
Hreppsnefnd hefur kynnt sér reglurnar og samþykkir þær.
- Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Vanhæfi Ólafs borið undir atkvæði og fellt með fjórum atkvæðum gegn einu.
Í bréfi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 19. okt. s.l. segir: ,,Vísað er til umsóknar yðar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Ráðuneytið hefur fjallað um umsóknina og er niðurstaðan að úthluta kvóta til sveitarfélagsins, sem hér segir:
BORGARFJÖRÐUR EYSTRI 82 þorskígildistonn.”
Fiskistofa annast úthlutun á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.
- Fundargerðir:
Stjórn Skólaskrifstofu 25.10.; Stjórn Brunavarna á Austurlandi 29.10.;
Aðalfundur HAUST
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
- Skýrsla sveitarstjóra: Rætt um refa- og minnkaveiðar, kostnaður er kr. 757 þús. það sem af er ári. Hreppsnefnd mun á næstudögum funda með forsvarsmönnum Símans vegna óviðunandi ástands á dreifikerfi Símans í Borgarfjarðarhreppi.
Fundi slitið kl: 19.15 Kristjana Björnsdóttir ritaði