Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

16. fundur 05. nóvember 2012

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2012 mánudaginn 5. nóv. kl.17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

  1. Fjárhagsáætlun 2013

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar. Stefnt að vinnufundi í byrjun næstu viku.

  1. Útsvarsprósenta 2013

Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.48% sem er hámarskálagning. Einungis þau sveitfélög sem nýta hámarksálagningu til útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.

  1. Fasteignagjöld 2013

Gjöldin óbreytt að öðru leiti en því að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hækkar úr 1,25% í 1,45%.

Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 12.500- á íbúð, kr. 7.000- þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 15.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu, Sorpeyðingargjöld: 5.000- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 7.500- FKS kr. 50.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 5.000- á rotþró. Vatnsgjöld:á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000- lágmarki kr. 5.000- FKS kr. 30.000-Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,4%, á atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.

  1. Reglur og gjaldskrár frá félagsmálanefnd

Á fundi félagsmálanefndar 15. okt. s.l. voru teknar fyrir eftirfarandi reglur;

· Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk (nýjar reglur). Um er að ræða tímabundi tilraunaverkefni.

· Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra (fyrri reglur uppfærðar án innihaldslegra breytinga).

· Gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra (fyrri gjaldskrá uppfærð).

Hreppsnefnd hefur kynnt sér reglurnar og samþykkir þær.

  1. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013

Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Vanhæfi Ólafs borið undir atkvæði og fellt með fjórum atkvæðum gegn einu.

Í bréfi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 19. okt. s.l. segir: ,,Vísað er til umsóknar yðar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Ráðuneytið hefur fjallað um umsóknina og er niðurstaðan að úthluta kvóta til sveitarfélagsins, sem hér segir:

BORGARFJÖRÐUR EYSTRI 82 þorskígildistonn.”

Fiskistofa annast úthlutun á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.

  1. Fundargerðir:

Stjórn Skólaskrifstofu 25.10.; Stjórn Brunavarna á Austurlandi 29.10.;

Aðalfundur HAUST

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

  1. Skýrsla sveitarstjóra: Rætt um refa- og minnkaveiðar, kostnaður er kr. 757 þús. það sem af er ári. Hreppsnefnd mun á næstudögum funda með forsvarsmönnum Símans vegna óviðunandi ástands á dreifikerfi Símans í Borgarfjarðarhreppi.

Fundi slitið kl: 19.15 Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?