Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 01. október 2012

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2012 mánudaginn 1. okt. kl. 18.25 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Bjarni í stað Kristjönu. Fundi seinkaði vegna fundar með þingmönnum Norðausturkjördæmis.

  1. Fundarboð aðalfundur HAUST 2012

Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps á fundinum verður Bjarni Sveinsson.

  1. Fundargerð SSA 15. september 2012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Erindi:

Erindi frá Veraldarvinum þar sem boðnir eru sjálfboðaliðar til starfa á árinu 2013. Tekið til athugunar við gerð áætlana. Loftmyndir ehf bjóða þjónustu við kortagerð og hnitsetningar, Borgarfjarðarhreppur hefur nú þegar samning við Loftmyndir ehf.

  1. Skýrsla sveitarstjóra:

Brunabót, ágóðahlutagreiðsla ársins er kr. 177.000.

Sagt frá minnisblaði Kristjáns Helgasonar verkfræðings hjá Siglingastofnun um hafnarmannvirki og sjóvarnir á Borgarfirði. Skemmdir eru á dekki gömlu bryggjunnar á Bakkagerði, áætlaður viðgerðarkostnaður er 2-3 miljónir. Skemmd er á garði út í Hafnarhólma á 50-55 metra kafla. Þörf er á að endurraða og bæta grjótkápuna og etv hækka um eina steinaröð. Átlaður kostnaður 10-15 miljónir. Einnig er þörf á viðgerð sjóvarnargarðs við þorpsgötu á 25-30 metra kafla. Haft verður samband við Siglingastofnun og Vegagerðina um nauðsynlegar viðgerðir.

Fundi slitið kl: 19.50 Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?