Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2012 mánudaginn 3. sept. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
- Niðurfelling vega af vegaskrá
Með gildistöku vegalaga nr. 80/2007 var skilgreiningu þjóðvega breytt. Eftir breytingarnar telst þorpsgatan, frá vegamótum við Hreppsstofu að vegamótum að Bakkagerðiskirkju, ekki lengur þjóðvegur samkvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar og mun Vegagerðin því hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á umræddum vegarkafla frá og með 1. janúar 2013. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps mótmælir þessari breytingu og bendir á að í 8. gr. laganna segir: ,, Þó er heimilt að láta stofnveg ná til flugvallar og hafnar sem er mikilvæg fyrir ferðaþjónustu og flutninga.“
- Grunnskólinn 2012-2013
Samkvæmt skólahaldsáætlun er kennslustundafjöldi fyrir skólaárið 2012 til 2013 97,5 kennslustundir á viku þar af 11,5 sérkennslutímar. 18 nemendur eru í Grunnskóla Borgarfjarðar á þessu skólaári í 1. til 10. bekk og er þeim kennt í þremur deildum. Stöðugildi við Grunnskólan eru 6. Hreppsnefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti, en staðfesting skólanefndar liggur ekki fyrir.
- Hafnarsambandsþing í Vestmannaeyjum 20. -21. sept.
Jón Þórðarson verður fulltrúi á fundinum.
- Fundargerð SSA 24. ágúst 2012
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Skýrsla sveitarstjóra
a) 6 mánaða uppgjör: Árshlutareikningur lagður fram og yfirfarinn. Tekjur A og B hluta eru 52.871.000 en gjöld 61.484.000 halli er á rekstri 9.845.000. Í tekjuhliðina vantar hluta framlaga Jöfnunarsjóðs sem greiddur verður á síðari hluta ársins. Ekki er ástæða til að ætla annað en reksturinn verði í jafnvægi um áramót.
b) Framkvæmdir: Verið er að leggja bundið slitlag á plön og vegi eins og ákveðið var. Fyrir liggur viðgerð á vatnslögn í Eyrarbratta .
Fundi slitið kl. 19.20 Kristjana Björnsdóttir
ritaði