Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

11. fundur 07. ágúst 2012

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2012 þriðjudaginn

7. ágúst kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Fjallskil 2012

a) Kosning fjallskilastjóra

Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson

b) Framkvæmd fjallskila

Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.

c) Fjallskil í Loðmundarfirði

Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði svipuðu sniði og undanfarin haust.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á mat og gistingu í Loðmundarfirði.

2. Lagning klæðningar 2012

Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir að kr. 5. milj. færu til að legga klæðningu á götur og plön. Nú liggur fyrir að kostnaður við fyrirhugaðar klæðningar er u.þ.b. kr. 7,2 milj. ákveðið var að bæta í fjárveitingu um 2 milj. til að hægt verði ljúka verkinu.

3. Skýrsla sveitarstjóra

Borgarfjarðarhreppi hefur verið úthlutað úr styrkvegasjóði kr. 1.000.000 sem verður varið til vegabóta á Breiðu- og Brúnavíkurvegum. Í eftirlitsskýrslu HAUST frá 12. júlí kemur m.a. fram að það vakti athygli hve mikið hefur verið snyrt og tekið til í hreppnum. Þó voru gerðar tvær athugasemdir og mun sveitarstjóri koma þeim áfram til þeirra sem hlut eiga að máli. Aðalfundur SSA verður haldinn á Borgarfirði 15. september, Jakob Sigurðsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.

 

Fundi slitið kl. 19 Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?