Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

10. fundur 02. júlí 2012

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10.fundar á árinu 2012 mánudaginn 2. júlí kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Ólafur, Bjarni Sveinsson mættur í stað Kristjönu.

1.Ársreikningur Fjarðarborgar.

Rekstrartekjur 2011 voru kr.4.421.741 rekstrargjöld 3.290.000 hagnaður ársins eftir fjármagnsliði kr. 1.067.623.

Skuldir samtals kr. 267.281, eigið fé er kr. 18.382.719

2.Ársreikningar:

a.Minjasafns Austurlands 2011, lagður fram til kynningar.

Tekjur voru kr. 22.186.173. Reikningurinn sínir tap uppá kr. 3.515.870 sem er viðsnúningur frá fyrra ári. Rekstur ársins 2011 hefur vikið verulega frá áætlun.

b.Markaðsstofa Austurlands 2011, reikningurinn lagður fram til kynningar. Tekjur ársins voru kr. 29.458.343. Afkoma er neikvæð um kr. 536.806.

3.Erindi:

a. Fjárlaganefnd

Um samskipti sveitarfélaga og fjárlaganefndar, fjárlaganefndin bendir á mikilvæga þætti samskiptum sínum við sveitarfélögin.

b. Frá Umhverfisráðuneyti: Um útgáfu landsáætlunar vegna meðhöndlunar úrgangs. Drög að áætluninni má sjá á: www.umhverfisstofnun.is

c. Umhverfisstofnun/Skipulagsstofnun: Efnistaka

Sveitarfélög eru minnt á að eftir 1. júlí 2012 þarf að afla framkvæmdaleyfis á nýjum sem og eldri efnistökusvæðum.

  1. Skýrsla sveitarstjóra:
    1. Frágangur vegna klæðningar. Rætt um að ganga frá kanti á tjaldstæðisvegi og fegra svæðið næst veginum.
    2. Fá álit Siglingastofnunar á viðhaldi og hlutverki gamla hafnargarðsins.
    3. Kjörstjórnarlaun verða þau sömu vegna forsetakosninga og við kosningar til stjórnlagaþings.
    4. Bræðslan er framundan, rætt um að sporna við að tjaldað sé í hreppslandinu utan tjaldsvæðis og einkalóða.

 

Fundi slitið 1900 Jón Þórðarson ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?