Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 17. september 2012

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2012 mánudaginn 17. sept. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

  1. Stofnun samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Bæjarstjórar Dalvíkurbyggðar, Snæfellsbæjar, Vestmannaeyja, Grindavíkur og Fjallabyggðar eiga frumkvæði að því að stofnuð verði samtök sveitarfélaga sem hagsmuna eiga að gæta í sjavarútvegi. Borgarfjarðarhreppur hefur fengið boð um þátttöku í samtökum þessum og mun eiga þar einn fulltrúa, árgjald Borgarfjarðarhrepps verður kr. 50 þúsund. Hreppsnefndin samþykkir einróma þáttöku og mun sveitarstjóri verða fulltrúi á stofnfundi samtakanna.

  1. Könnun á gerlamengun í strandsjó á Borgarfirði eystri sumarið 2012

21. ágúst s.l. voru tekin sýni af strandsjó á 7 stöðum í Borgarfirði. Úrbóta er þörf á þremur stöðum í eldri hluta fráveitukerfisins. Við nýju hótelin, sem hafa fráveituvirki skv. nútímalegum kröfum eru ekki ummerki um skolpmengun í sjónum.

Sveitarstjórn um gera tímasetta áætlun til úrbóta og kynna fyrir Heilbrigðisnefnd.

  1. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013

Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi undir þessum lið, fellt með 4 atkvæðum gegn 1.

Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.

  1. Fundargerð SSA 3. september 2012

Fundargerð stjórnar SSA lögð fram til kynningar.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Farið yfir fjárhagsstöðu Héraðsskjalasafns. Stefnt er að því að fulltrúi Borgarfjaðarhrepps muni, ásamt fulltrúum nágranna sveitarfélaga, ganga á fund fjárlaganefndar 15. okt. n.k. Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012 liggur fyrir og er í samræmi við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

 

Fundi slitið kl: 19 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?