Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2012 mánudaginn 17. sept. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
- Stofnun samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Bæjarstjórar Dalvíkurbyggðar, Snæfellsbæjar, Vestmannaeyja, Grindavíkur og Fjallabyggðar eiga frumkvæði að því að stofnuð verði samtök sveitarfélaga sem hagsmuna eiga að gæta í sjavarútvegi. Borgarfjarðarhreppur hefur fengið boð um þátttöku í samtökum þessum og mun eiga þar einn fulltrúa, árgjald Borgarfjarðarhrepps verður kr. 50 þúsund. Hreppsnefndin samþykkir einróma þáttöku og mun sveitarstjóri verða fulltrúi á stofnfundi samtakanna.
- Könnun á gerlamengun í strandsjó á Borgarfirði eystri sumarið 2012
21. ágúst s.l. voru tekin sýni af strandsjó á 7 stöðum í Borgarfirði. Úrbóta er þörf á þremur stöðum í eldri hluta fráveitukerfisins. Við nýju hótelin, sem hafa fráveituvirki skv. nútímalegum kröfum eru ekki ummerki um skolpmengun í sjónum.
Sveitarstjórn um gera tímasetta áætlun til úrbóta og kynna fyrir Heilbrigðisnefnd.
- Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi undir þessum lið, fellt með 4 atkvæðum gegn 1.
Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.
- Fundargerð SSA 3. september 2012
Fundargerð stjórnar SSA lögð fram til kynningar.
- Skýrsla sveitarstjóra
Farið yfir fjárhagsstöðu Héraðsskjalasafns. Stefnt er að því að fulltrúi Borgarfjaðarhrepps muni, ásamt fulltrúum nágranna sveitarfélaga, ganga á fund fjárlaganefndar 15. okt. n.k. Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012 liggur fyrir og er í samræmi við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Fundi slitið kl: 19 Kristjana Björnsdóttir
ritaði