Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2012 mánudaginn 11. júní kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu þess efnis að 3. dagskrárliður verði Kjörskrárstofn. Tillagan samþykkt og færast aðrir dagskrárliðir aftur sem því nemur.
- Kosning oddvita og varaoddvita:
Oddviti kjörinn Jakob Sigurðsson með fimm atkvæðum. Varaoddviti kjörinn Ólafur Hallgrímsson með þremur atkvæðum, Jón Sigmar Sigmarsson hlaut eitt atkvæði og Kristjana Björnsdóttir eitt atkvæði. Kjörið gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils.
- Kjör undirkjörstjórnar vegna Alþingiskosninga:
Kjörið er til eins árs og starfar kjörstjórn jafnframt við forsetakosningar og aðrar kosningar á landsvísu eftir því sem lög standa til. Kjörstjórn skipa:
Aðalmenn: Björn Aðalsteinsson Varamenn: Helgi Hlynur Ásgrímsson
Hólmfríður Lúðvíksdóttir Björg Aðalsteinsdóttir
Bjarni Sveinsson Margrét Bragadóttir
- Kjörskrárstofn:v/forsetakosninga 30. júní 2012
Oddvita og sveitarstjóra falið að gera kjörskrá, þegar kjörskrárstofn frá Þjóðskrá Íslands liggur fyrir. Kjörskrá skal lögð fram almenningi til sýnis í anddyri Hreppsstofu eigi síðar en 20. júní.
- Fundargerðir:
Skólanefnd 18.05.2012: Hreppsnefndin ræddi fundargerðina og skóladagatal Grunnskólans fyrir árið 2012 til 2013.
Stjórn Héraðsskjalasafns 09.05.2012: Í fundargerðinni kemur m.a. fram að halli varð á rekstri safnsins upp á kr: 5.264.828- Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur verulegar áhyggjur af rekstri safnsins.
- Erindi:
a) Skráning hálendis og dreifbýlisslóða:
Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum sendir ályktun þess efnis: ,,Að sveitarfélög sem veiðisvæði hreindýraveiða nái yfir hafi forgöngu um að skrá og skilgreina slóða.......”
Borgarfjarðarhreppur hefur þegar látið skrá þá slóða sem opnir eru umferð í sveitarfélaginu og eru þeir merktir í kortagrunni Landmælinga.
b) Erindi til sveitarfélaga þar sem hreindýr ganga:
Náttúrustofa Austurlands og Umhverfisstofnun skora á öll sveitarfélög og búnaðarsambönd á Austurlandi að beita sér fyrir bættri umgengni og umhirðu lands og hvetja viðkomandi ,,til að stuðla að tiltekt í sínum ranni einkum hvað varðar aflagðar girðingar.” Hreppsnefndin hefur skilning á erindinu, Borgarfjarðarhreppur hefur á liðnum árum látið fjarlægja töluvert af ónýtum girðingum. Þó vill hreppsnefnd benda á að hreindýr gera ekki greinarmun á girðingum í notkun og þeim sem ónýtum eru.
- Skýrsla sveitarstjóra:
Styrktarsjóður EBÍ 2012 minnir aðildarsveitarfélög að sjóðnum á að hægt er að sækja um í fjármuni til sérstakra framfaraverkefna.
Fundi slitið kl: 18.50 Kristjana Björnsdóttir ritaði