Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

8. fundur 15. maí 2012

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2012 þriðjudaginn 15. maí kl. 11 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

  1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2011 síðari umræða.

Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnamála um reikningsskil sveitarfélaga.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 104,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 96,9 millj. kr.

Álagningarhlutfall útsvars var 14,48% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,40% en lögbundið hámark þess er 0,625% með álagi. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,0% en lögbundið hámark er 1,10% með álagi.

Rekstarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 3,9 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 6,7 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2011 nam 164,4 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 163,2 millj. kr.

Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps borinn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma.

  1. Framlag vegna tímabundinnar ráðningar sálfræðings hjá Skólaskrifstofu.

Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands óskar eftir því að sveitarfélögin veiti heimild til að ráða sálfræðing til SKA, tímabundið í gegnum verkefnið ,,Vinnandi vegur”, en atvinnurekendur eiga kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna. Ráðningin er hugsuð til 12 mánaða, frá hausti 2012.

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að heimili ráðninguna.

 

Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 11. júní kl: 17

 

Fundi slitið kl: 11.30 Kristjana Björnsdóttir ritaði.

Getum við bætt efni þessarar síðu?