Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

6. fundur 16. apríl 2012

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2012 miðvikudaginn 16. apríl kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs Hallgrímssonar.

1. Sláturfélag Austurlands, ósk um aukið framlag í B-stofnsjóð

Á fundi Sláturfélagsins 15. mars 2012 var ákveðið að færa niður B-stofnsjóð um 76% þar með fór eign Borgarfjarðarhrepps úr kr. 400 þús. í 96 þúsund. Í bréfi frá 30. mars ,,er þess farið á leit að Borgarfjaðarhreppur veiti Sláturfélagi Austurlands stuðning sinn með auknu framlagi eigin fjár í B-stofnsjóð.” Hreppsnefnd telur ekki unnt að leggja félaginu til meira fé að svo stöddu.

2. Fundargerðir/skýrslur

Fundargerð aðalfundar Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra frá 11.04.12 Lögð fram til kynningar. Ársreikningur Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra 2011 lagður fram til kynningar.

3. Skýrsla sveitarstjóra

Fram kom hjá sveitarstjóra að viðgerð á traktornum er lokið og er kostnaður á aðra milljón króna. Hvatt verður til hreinsunarátaks meðal íbúa og munu hreppsstarfsmenn hirða rusl sem safnast, nánari tilhögun auglýst síðar. Drögum að ársreikning 2011 var dreift til hreppsnefndarmanna.

 

Fundi slitið kl: 18.20 Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?