Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 5. fundar á árinu 2012 miðvikudaginn 4. apríl kl. 9 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Jakobs Sigurðssonar.
Ólafur bar upp tillögu að dagskrárbreytingu og var samþykkt að 5. liður á dagskrá verði tilfærsla á veðrétti vegna Álfheima, skýrsla sveitarstjóra færist aftur og verður 6. liður.
1. Kynning á málefnum AST Björn Hafþór Guðmundsson kemur á fundinn
Stefán Bogi Sveinsson mættur í stað Björns Hafþórs, Ólafur bauð hann velkominn. Síðan kynnti Stefán AST og svaraði spurningum hreppsnefndarmanna varðandi málefnið, að því loknu var Stefáni þökkuð koman á fundinn.
2. Stofnaðild Borgarfjarðarhrepps að AST
Hreppsnefnd samþykkir að Borgarfjarðarhreppur gerist stofnaðili að AST (Austfirskar stoðstofnanir) og greiðir framlag stofnaðila kr. 50.000- Sveitarstjóra falið umboð til þess að staðfesta stofnsamning og skipulagsskrá.
3. Atvinnuaukningasjóður umsóknir
Ein umsókn barst, frá Margréti B. Hjarðar og Jakobi Sigurðssyni vegna stækkunar á fjárhúsi. Samþykkt að lána þeim 1.300 þúsund krónur.
4. Fundargerðir/skýrslur
Ársskýrsla HAUST 2011 lögð fram til kynningar. Fundargerð stjórnarfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 15. mars, lögð fram til kynningar. Skilagrein og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, skilagreinin rædd og lögð fram til kynningar.
- Tilfærsla á veðrétti
Fram kom tillaga að bókun vegna málsins:
Afgreiðslu frestað þar sem í ljós kom að umsókn frá Álfheimum vegna veðbreytinganna liggur ekki fyrir. Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu, tveir sátu hjá.
Hreppsnefnd samþykkir heimild til flutnings veðréttar á skuldabréfum Álfheima kt: 580108-1210 hjá Atvinnuaukningasjóði Borgarfjarðarhrepps þannig að veðréttur færist aftur fyrir nýtt lán frá Byggðastofnun að upphæð kr. 5.000.000. Veðréttur Atvinnuaukningasjóðs færist frá því að vera með fjórða og fimmta veðrétti og verður með fimmta og sjötta veðrétti. Sveitarstjóra veitt heimild til undirritunar þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti.
- Skýrsla sveitarstjóra
Settur verður upp brunahani í Eyrarbrattanum í tengslum við lagfæringar á vatnslögn. Umtalsverður ófyrirséður kostnaður verður vegna viðhalds á bílum og traktor hreppsins. Rætt efni bréfs frá Magnúsi í Höfn og talin var ástæða til að senda það til íbúa Borgarfjarðarhrepps og fylgir það með fundargerð. Hreppsnefnd tekur undir með Magnúsi og bendir auk þess á gildandi lög um meðferð skotvopna og lög um friðun fugla.
Fundi slitið kl: 12 Kristjana Björnsdóttir ritaði