Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2012 mánudaginn 05. mars kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs Hallgrímssonar
1. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 23.03.2012
Jakob Sigurðsson fer með umboð Borgarfjarðarhrepps á ársfundi Lánasjóðs sveitarfélag ohf.
- Skýrsla sveitarstjóra
Í skýrslu sveitarstjóra kom fram að kostnaðarhlutur Borgarfjarðarhrepps í Brunavörnum á Austurlandi er kr. 924.124. Oddviti sagði frá fundi sem haldinn var í Samgöngunefnd SSA 29. feb. s.l. Á fundi hreppsnefndar 7. feb. 2011 kynnti Arngrímur Viðar Ásgeirsson hreppsnefnd verkefnisáætlun sem hann hefur unnið og kallar Borgarfjörður eystri – Samfélag í sókn. Sveitarstjóri mun aðstoða Arngrím Viðar vegna íbúakönnunar sem fyrirhuguð er í tengslum við verkefnið.
Við umræður um verkefnisáætlunina var bent á að við upphaf kjörtímabilsins var kosið í Staðardagskrárnefnd, hvatt er til að sveitarstjóri hafi forgöngu um að nefndin komi saman til fundar.
Fundi slitið kl: 17.55 Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Eindagi umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er 1. apríl