Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2012 mánudaginn 20. febrúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs Hallgrímssonar
- Fasteignagjöld 2012
Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af fjórum eignum þ.e. skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Vinaminni.
- Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra frá 8. feb.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Bréf frá þingmönnum Hreyfingarinnar
Erindi bréfsins er að vekja athygli á frumvarpi til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem Hreyfingin hefur lagt fram á Alþingi.
- Skýrsla sveitarstjóra
Oddviti sagði frá umræðum á fundi samgöngunefndar SSA sem tengjast veglagningu í Njarðvík. Sveitarstjóri athugar hvað líður fyrirhugaðri tónlistarkennslu við Grunnskólann.
Fundi slitið kl: 18.20 Kristjana Björnsdóttir
ritaði