Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

3. fundur 20. febrúar 2012

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2012 mánudaginn 20. febrúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs Hallgrímssonar

  1. Fasteignagjöld 2012

Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af fjórum eignum þ.e. skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Vinaminni.

  1. Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra frá 8. feb.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Bréf frá þingmönnum Hreyfingarinnar

Erindi bréfsins er að vekja athygli á frumvarpi til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem Hreyfingin hefur lagt fram á Alþingi.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Oddviti sagði frá umræðum á fundi samgöngunefndar SSA sem tengjast veglagningu í Njarðvík. Sveitarstjóri athugar hvað líður fyrirhugaðri tónlistarkennslu við Grunnskólann.

Fundi slitið kl: 18.20 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?