Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

2. fundur 06. febrúar 2012

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2012 mánudaginn 6. febrúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Helga Erlendsdóttir mætt í stað Ólafs Hallgrímssonar.

1. Samningur um Brunavarnir á Austurlandi

Farið yfir samkomulag um brunavarnir milli sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Vopnafjarðarhrepps. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra staðfesta hann fyrir sína hönd.

2. HAUST

Varðar landmótun, uppfyllingu og starfsleyfisskyldu vegna slíkra framkvæmda.

Sveitarstjóra falið að gera tillögu að svæði fyrir frágang á óvirkum úrgangi (gler, múrbrot, uppgröftur).

3. Heimsókn: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

Oddviti bauð Guðrúnu velkomna á fundinn

Guðrún upplýsti hreppsnefnd um ýmislegt er varðar starfsemi Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

4. Fundargerð:Skipulags og bygginganefnd 01.02.2012

Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna veglagningar á Borgarfjaðarvegi (94) frá Hríshöfða að Njarðvíkurvegi. Fundargerðin rædd og samþykkt einróma.

5. Skýrsla sveitarstjóra:

Sveitarstjóri sagði frá bréfi frá RARIK þar sem fram koma upplýsingar um hækkanir á viðhaldsgjaldi götulýsinga 7,5 % frá s.l. áramótum og 7,5 % 1. júlí. RARIK óskar eftir viðræðum um að sveitarfélagið yfirtaki viðhald á því götulýsingarkerfi sem er á vegumráðasvæði Borgarfjarðarhrepps.

 

Fundi slitið kl: 19.20 Kristjana Björnsdóttir ritaði

 

Af gefnu tilefni er minnt á að hundar eiga ekki að vera lausir í þorpinu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?