Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2011 mánudaginn 19. des. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
1. Fjárhagsáætlun 2012 síðari umræða
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 borin undir atkvæði og samþykkt einróma.
Helstu niðurstöðutölur í þús. kr.
Skatttekjur: 43.393
Heildartekjur: 97.415
Afkoma A-hluta: 3.488
Samtala A og B hluta: 791
Fjárfesting ársins er 5.000
2. Þriggja ára áætlun 2013-2015 síðari umræða
Áætlunin borin upp og samþykkt einróma
3. Almenningssamgöngur
Jakob Sigurðsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi og bar upp tillögu þess efnis. Var hún felld með þremur atkvæðum, einn var samþykktur, einn sat hjá.
Fyrir tekið erindi frá SSA þar sem farið er fram á að Borgarfjarðarhreppur annist umsýslu fyrir SSA er varðar greiðslur frá Vegagerðinni til sérleyfishafa með heimilisfest í Borgarfjarðarhrepp. Hreppsnefndin samþykkir að verða við beiðninni enda leiði það ekki til fjárútláta úr sveitarsjóði. Ákvörðunin þessi gildir fyrir árið 2012.
4. Héraðsskjalasafn
a) Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs
Sjá bókun frá fundi 5. des. 2011
b) Stofnsamningur
Nýr stofnsamningur var samþykktur á aðalfundi fulltrúaráðs Héraðsskjalasafnsins 25. nóv. 2011. Við atkvæðagreiðslu hafnaði fulltrúi Borgarfjaðarhrepps samningnum. Hreppsnefndin tekur undir gagnrýni fulltrúans á 3. og 7. grein samningsins og hafnar honum í heild. Samþykkt einróma.
5. Fundargerðir:
a) Bunavarnir 29. fundur 08.12.2011
Fundargerðin lögð fram til kynningar og rædd.
6. Skýrsla sveitarstjóra
Í samgönguáætlun fyrir árið 2014 er gert ráð fjárveitingu í hafnarframkvæmdir á Borgarfirði. Leikskólinn Glaumbær er fluttur í húsnæði Grunnskólans.
Fundi slitið kl:19:05 Kristjana Björnsdóttir
ritaði