Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

19. fundur 05. desember 2011

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2011 mánudaginn 5. des. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

 

1. Fjárhagsáætlun 2012, fyrri umræða

Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma.

2. Þriggja ára áætlun 2013-2015, fyrri umræða

Áætlunin rædd og síðan samþykkt einróma.

3. Almenningssamgöngur

Undir þessum dagskrárlið þóttu fundargöng ekki fullnægjandi og var afgreiðslu því frestað til næsta fundar.

4. Héraðsskjalasafn: a) Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs, b) Stofnsamningur

a) Fundargerð lögð fram til kynningar og rædd.

b) Fyrir lágu drög að nýjum stofnsamningi fyrir Héraskjalasafn Austfirðinga sem stjórn safnsins lagði fyrir fulltrúaráð á aðalfundi 25. nóv. 2011. Eftir umræður ákvað hreppsnefnd að fresta afgreiðslu.

5. Bréf: Frá jöfnunarsjóði

Bréfið varðar umsókn Borgarfjarðarhrepps vegna íþyngjandi kostnaðar við rekstur Grunnskóla Borgarfjarðar. Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs lagði til á fundi sínum 27. okt. s.l. að umsóknin verði tekin til afgreiðslu þegar fyrir liggja endanlegir útsvarsstofnar sveitafélaga fyrir árið 2010.

6. Fundargerðir: a)Skólaskrifstofa 11.11.2011, b) Almannavarnanefnd 28.11.2011

a) Fundargerðin lögð fram til kynningar og rædd. Fram kemur að fjárhagsáætlun Skólaskrifstofunnar fyrir árið 2012 gerir ráð fyrir halla upp á 6 miljónir sem er mætt með því að gengið er á sjóð sem ætlaður er til þess að standa undir lífeyrisskuldbindingum. Hreppsnefndin lýsir áhyggjum af því að gengið skuli frá fjárhagsáætlun með þessum hætti.

b) Fundargerðin lögð fram til kynningar og rædd. Almannavarnanefndin heitir nú Almannavarnanefnd Múlaþings.

7. Skýrsla sveitarstjóra

Lagt fram endanlegt uppgjör vegna Hafnarhólma fyrir árið 2008. Rætt um kaup á búnaði til slökkviliðsins.

Fundi slitið kl: 20:20 Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?