Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2011 mánudaginn 21. nóv. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
- Fjárhagsáætlun 2012
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar. Stefnt að sérstökum vinnufundi í byrjun næstu viku.
- Útsvarsprósenta 2012
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.48% sem er hámarskálagning. Einungis þau sveitfélög sem nýta hámarksálagningu til útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.
- Fasteignagjöld 2012
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld:kr. 12.500- á íbúð, kr. 7.000- þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 15.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu, Sorpeyðingargjöld: 5.000- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 7.500- FKS kr. 50.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 5.000- á rotþró. Vatnsgjöld:á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000- lágmarki kr. 5.000- FKS kr. 30.000-Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,4%, á atvinnuhúsnæði 1,25%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.
- Íbúð til leigu
Íbúðin í Dagsbrún I er til leigu, tvær umsóknir bárust. Sergei Boiko fær íbúðina leigða.
Undir þessu dagskrárlið ræddi hreppsnefnd gæludýrahald í íbúðum Borgarfjarðarhrepps, í framhaldi var eftirfarandi ákveðið:
Óheimilt er að halda gæludýr í leiguíbúðum Borgarfjarðarhrepps nema með sérstöku leyfi.
- Bréf:
a. Snorraverkefnið
b. Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaks 2011
c. Fjárbeiðni Stígamóta vegna 2012
Bréfin eru öll beiðnir um fjárframlög sem hreppsnefndin telur ekki fært að verða við að þessu sinni.
- Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um málefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga en aðalfundur fulltrúaráðs safnsins fyrir árið 2011 verður haldinn 25. nóvember. 4. liður boðaðrar dagskrár er ,,Breytingar á stofnsamningi Héraðsskjalasafnsins.” Hreppsnefnd Borgarfjarðar hefur verulegar efasemdir um breytingar sem boðaðar eru.
Fundargerð Aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 28. 10. lögð fram til kynningar. Boðað hefur verið að manntal verður tekið á Íslandi í árslok 2011. Ferðamálaráð auglýsir styrki til úrbóta á ferðamannastöðum umsóknafrestur er til 25. nóvember. Borgarfjarðarhreppur mun senda inn umsókn.
Fundi slitið kl: 20.12 Kristjana Björnsdóttir ritaði