Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

17. fundur 21. nóvember 2011

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2011 mánudaginn 21. nóv. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar. Stefnt að sérstökum vinnufundi í byrjun næstu viku.

  1. Útsvarsprósenta 2012

Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.48% sem er hámarskálagning. Einungis þau sveitfélög sem nýta hámarksálagningu til útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.

  1. Fasteignagjöld 2012

Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld:kr. 12.500- á íbúð, kr. 7.000- þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 15.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu, Sorpeyðingargjöld: 5.000- á íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 7.500- FKS kr. 50.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 5.000- á rotþró. Vatnsgjöld:á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000- lágmarki kr. 5.000- FKS kr. 30.000-Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,4%, á atvinnuhúsnæði 1,25%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.

  1. Íbúð til leigu

Íbúðin í Dagsbrún I er til leigu, tvær umsóknir bárust. Sergei Boiko fær íbúðina leigða.

Undir þessu dagskrárlið ræddi hreppsnefnd gæludýrahald í íbúðum Borgarfjarðarhrepps, í framhaldi var eftirfarandi ákveðið:

Óheimilt er að halda gæludýr í leiguíbúðum Borgarfjarðarhrepps nema með sérstöku leyfi.

  1. Bréf:

a. Snorraverkefnið

b. Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaks 2011

c. Fjárbeiðni Stígamóta vegna 2012

Bréfin eru öll beiðnir um fjárframlög sem hreppsnefndin telur ekki fært að verða við að þessu sinni.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Rætt um málefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga en aðalfundur fulltrúaráðs safnsins fyrir árið 2011 verður haldinn 25. nóvember. 4. liður boðaðrar dagskrár er ,,Breytingar á stofnsamningi Héraðsskjalasafnsins.” Hreppsnefnd Borgarfjarðar hefur verulegar efasemdir um breytingar sem boðaðar eru.

Fundargerð Aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 28. 10. lögð fram til kynningar. Boðað hefur verið að manntal verður tekið á Íslandi í árslok 2011. Ferðamálaráð auglýsir styrki til úrbóta á ferðamannastöðum umsóknafrestur er til 25. nóvember. Borgarfjarðarhreppur mun senda inn umsókn.

 

Fundi slitið kl: 20.12 Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?