Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2011 mánudaginn 7. nóv. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Ólafur. Bjarni Sveinsson mættur í stað Kristjönu mætti 1750.
Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, upp tekin nýr liður nr. 6 “Uppgjör Skeggjastaðahrepps og Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna útgöngu þeirra úr SSA” aðrir liðir færast aftar sem því nemur.
1. Fjárhagsáætlun 2012
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar 2012, stefnt að vinnu við áætlunina frá miðjum nóvember.
2. Fulltrúar í fastanefndir SSA
1. Samgöngunefnd. Jakob Sigurðsson, Jón Þórðarson til vara.
2. Samstarfsnefnd. Jón Þórðarson, Jakob Sigurðsson til vara
- Framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands
Að óbreyttu gert ráð fyrir framlagi við gerð fjárhagsáætlunar.
- Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
Leitað til SSA að gæta hagsmuna Borgarfjarðarhrepps í þessu máli.
- Veðheimild vegna Álfheima
Hreppsnefndin samþykkir að skuldabréf Atvinnuaukningasjóðs á þriðja og fjórða veðrétti víki fyrir láni Byggðastofnunar dags. 16.okt. 2011 og verði með fjórða og fimmta veðrétti.
6. Uppgjör Skeggjastaðahrepps (nú Langanesbyggð) og Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna útgöngu þeirra úr SSA:
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur fjallað um erindi SSA vegna uppgjörs við framangreind sveitarfélög vegna úrgöngu þeirra úr Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.
Í uppgjörinu kemur fram að bæði sveitarfélögin greiða SSA hlutfallslega miðað við íbúafjölda í lok útgönguárs að teknu tilliti til peningalegra eigna, annars vegar og skulda og reiknaðra skuldbindinga hins vegar. Heildarfjárhæðin sem kemur til greiðslu skv. samkomulaginu er kr. 3.907.939.- Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar SSA í árslok 2010 eru um 52 millj. króna og peningalegar eignir eru um 30 milljónir. Aðildarsveitafélög SSA bera hlutfallslega bakábyrgð á skuldum SSA.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps veitir sveitarstjóra heimild til þess að rita undir ábyrgðaryfirlýsingu þess efnis að Borgarfjarðarhreppur staðfesti fyrir sitt leyti að við frágang máls þess, er um ræðir, verði annars vegar Langanesbyggð og hins vegar Sveitarfélagið Hornafjörður við undirritun samkomulags og skuldbindingar um greiðslu fjárhæðarinnar laus við allar skyldur, er hvíla / hvíla munu á SSA (með bakábyrgð aðildarsveitarfélaga SSA), bæði varðandi lífeyrisskuldbindingar sem og aðrar skuldir frá og með útgöngudegi þeirra úr röðum SSA.
Samþykkt einróma.
1. Skýrsla sveitarstjóra.
Refir og minnkar 2011 veiðst hafa 36 refir og 15 minnkar kostnaður kr. 756.931.
Sótt hefur verið um byggðakvóta 2011/2012. Á fundi með þingmönnum var lögð áhersla á úrbætur í samgöngu og heilbrigðismálum. Brunabótafélagið mun ekki greiða út arð í ár.
2. Heimsókn, Björn Hafþór Guðmundsson kom til að ræða undirbúning aðalfundar SSA á Borgarfirði 2012.
Fundi slitið kl: 1855 Jón Þórðarson
ritaði
Íbúð sveitarfélagsins í Dagsbrún 1 er laus, áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra.