Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 15. fundar á árinu 2011 mánudaginn 17. okt. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs.
- Aðalfundur HAUST 2011
Fundurinn verður á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík föstudaginn 28. október kl: 14
Bjarni Sveinsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.
- Fundargerðir
a) SSA frá 29. sept. 2011
b) SSA frá 1. okt. 2011
c) Fundargerð 45. Aðalfundar SSA.
d) Fundargerð SKA 6. okt. 2011
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og ræddar.
- Skýrsla sveitarstjóra
Farið yfir mál sem rædd verða við þingmenn kjördæmisins, en þeir bjóða sveitarstjórnarmönnum viðtalstíma í kjördæmaviku svo sem venja er.
Fundi slitið kl: 18.10 Kristjana Björnsdóttir
ritaði