Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2011 mánudaginn 3. okt. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Helga Erla Erlendsdóttir mætt í stað Ólafs.
- Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011
Fundurinn verður haldinn 12. okt. sveitarstjóri tilnefndur fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.
- Fundargerðir:
a. Brunavarnir á Austurlandi frá 21.09.2011
b. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 12.09.2011
c. Skólaskrifstofa Austurlands 2.09.2011
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og ræddar.
3 Skýrsla sveitarstjóra
Í fundargerð skólanefndar frá 30. sept. kemur fram að nefndin samþykkir skólahaldsáætlun fyrir skólaárið 2011 til 2012.
Að gefnu tilefni var farið yfir reglugerð 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. þar stendur í IV. kafla um skotsvæði 15. gr.,,Æfingarsvæði. Svæði sem fyrirhugað er að nota til æfinga eða keppni í skotíþróttum skal viðurkennt af lögreglustjóra áður en það er tekið í notkun. Gildir það bæði um skotsvæði utanhúss og skotvelli innanhúss.”
HAUST gerði tvær athugasemdir í eftirlitsskýrslu um urðunarstað sorps . Annarsvegar vegna slitinna hlera og að lok vantaði á einn þeirra, hinsvegar að ekki liggja fyrir viðbragðs- og neyðaráætlanir eins og starfsleyfi kveður á um að skuli vera.
Fundi slitið kl: 18.30 Kristjana Björnsdóttir ritaði
Hreppsnefnd hvetur fólk til að ganga snyrtilegra um urðunarsvæðið og gæta þess að flokka rétt í gryfjurnar.