Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 19. september 2011

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2011 mánudaginn 19. sept. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

Í upphafi fundar kom fram tillaga að dagskrárbreytingu um að fyrir verði tekið bréf frá Susanne Neumann og Guðmundi Sveinssyni og var hún samþykkt. Bréfið verður tekið fyrir undir 3. dagskrárlið, enda barst það innan tímamarka.

1 Skólahaldsáætlun Grunnskólans

Samkvæmt áætluninni er kennslustundafjöldi fyrir skólaárið 2011 til 2012 78,5 kennslustundir á viku auk 3ja stunda fyrir deildarstjórn leikskóla. 15 nemendur eru í Grunnskóla Borgarfjarðar á þessu skólaári í 1. til 10. bekk og er þeim kennt í þremur deildum. Hreppsnefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti, en staðfesting skólanefndar liggur ekki fyrir.

 

2 Fundargerðir:(lagðar fram til kynningar)

a) Stjórn SSA 25.08.2011

Nefndarmenn hafa kynnt sér efni fundargerðarinnar

b) Fjarðarborg

Fyrir liggur að gera þarf við þakið á Fjarðarborg en verulegur leki er í húsinu. Brýnustu úrbætur kosta samkvæmt lauslegri áætlun 1400 til 1500 þúsund. Gert er ráð fyrir að viðgerðir hefjist um mánaðarmót sept.-okt. Þorrablótið 2011 greiðir 700 þúsund en hlutur hreppsins eru 40% af því sem þá stendur út af.

 

3 Bréf:

a) Frá forstöðumanni og stjórnarformanni Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Þar kemur fram að fjárþörf safnsins árið 2012 er talin vera 19.500 þúsund sem er ríflega 17% hækkun milli ára. Ekki lítur út fyrir tekjuaukningu hjá Borgarfjarðarhreppi á næsta ári þannig að hreppsnefndin treystir sér ekki til að lofa auknum framlögum sem stendur.

b)Jöfnunarsjóður

Uppgjör á framlagi vegna lækkunar á fasteignaskattstekjum árið 2011 framlagið er kr. 4.763.355

c)Frá Susanne og Guðmundi í Jörfa

Þau fara fram á lagfæringar á veginum sem liggur um Bakkaland að túnum og fjárhúsum. Oddviti mun skoða málið ásamt sveitarstjóra.

4 Skýrsla sveitarstjóra

Kostnaður vegna bilunar á vatnslögninni er um það bil 2 miljónir.

Gámur fyrir brotajárn er staðsettur á Heiðinni, starfsmenn Áhaldahúss aðstoða við að koma þyngri hlutum fyrir í gámnum.

 

Stefnt að smölun í Loðmundarfirði helgina 1. og 2. október, sjálfboðaliðar hafi samband við sveitarstjóra. Frítt fæði og gisting.

Getum við bætt efni þessarar síðu?