Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

12. fundur 05. október 2011

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2011 mánudaginn 05. september kl. 17 í Hreppsstofu. Forföll boðuðu hreppsnefndarmennirnir Ólafur og Kristjana. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, varamennirnir Bjarni og Helga Erla.

 

 

 

1. Árshlutareikningur 1/1- 30/6 2011.

Árshlutareikningur lagður fram og yfirfarinn. Tekjur A og B hluta eru 52.810.000 en gjöld 59.026.000 halli er á rekstri 6.216.000. Í tekjuhliðina vantar hluta framlaga Jöfnunarsjóðs sem greiddur verður á síðari hluta ársins. Ekki er ástæða til að ætla annað en reksturinn verði í jafnvægi um áramót.

2. Fulltrúi á hafnafund.

Sveitarstjóri tilnefndur.

3. Erindi frá Bryndísi Snjólfsdóttur.

Bryndís óskar eftir að fá afnot af húsnæði leikskólans þegar hann flytur í grunnskólann. Fyrirhugað er að nýta húsið til framleiðslu á leikföngum, einföldum minjagripum og búningum.

Hreppsnefnd fagnar hugmyndinni og felur sveitarstjóra að ganga frá leigu húsnæðisins þegar þar að kemur.

4. Bréf:

Bréf frá Styrktarsjóði EBÍ (Brunabót) um ráðstöfun á styrktarfé sjóðsins til Skaftárhrepps vegna Grímsvatnagoss. Lagt fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra.

Ákveðið að bjóða SSA að halda ársþing á Borgarfirði 2012.

Sagt frá fyrirhugaðri viðgerð á þaki Fjarðarborgar.

Framkvæmdum við grunnskólann að mestu lokið, eftir er frágangur vegna flutnings leikskóla.

Útboð á sjóvörnum við Bræðslu og Blábjörg hefur verið auglýst af Siglingastofnun.

 

Fundi slitið kl: 19.00 Jón Þórðarson

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?