Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

11. fundur 02. ágúst 2011

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2011 föstudaginn 02. ágúst kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

 

1 Umsókn um lóðirnar Bakkaveg 3 og 5

Tréiðjan Einir sækir um lóðirnar til byggingar sumar/heilsárhúsa, stærðir ca. 50 til 70 fermetrar. Hreppsnefndin samþykkir einróma að veita Tréiðjunni Eini byggingarétt á lóðunum.

2 Hugmynd varðandi umskipunarhöfn í Loðmundarfirði

Guðmundur H. Bjarnason sendi hreppsnefnd hugmyndir sínar um höfn í Loðmundarfirði. Hreppsnefndin hefur skoðaða gögnin og telur hugmyndir Guðmundar allrar athygli verðar og býður hann velkomin til að kynna þær frekar.

3 Bréf frá Ásdísi Jóhannsdóttur

Ásdís fer þess á leit við Hafnarstjórn að fjárfest verði í listaverki sem hún hefur hannað. Verðhugmynd fyrir verkið er kr: 800 þús.

Ekki er fjárhagslegt svigrúm til að fjárfesta í listaverki að svo stöddu.

4 Fjallskil 2011

a) Kosning fjallskilastjóra

Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson

b) Framkvæmd fjallskila

Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.

c) Fjallskil í Loðmundarfirði

Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði svipuðu sniði og seinasta haust.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á mat og gistingu í Loðmundarfirði.

5 Skýrsla sveitarstjóra

Ljóst er að kostnaður við tjaldstæðishús er umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Rædd sjóvarnaskýrsla sem borist hefur frá Siglingastofnun þar sem tilgreindar eru framkvæmdir við sjóvarnir á árinu 2011 en þær eru við Bakkagerðisvog og sunnan Bakkagerðisbryggju. Einnig kemur fram að talin er þörf á sjóvörn frá Sæbakka og útfyrir Merki. Drepið á ýmsu sem huga þar að fyrir næstu Bræðsluhelgi.

Fundi slitið kl: 19

Kristjana Björnsdóttir ritaði.

Getum við bætt efni þessarar síðu?