Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10. fundar á árinu 2011 föstudaginn 08. júlí kl. 1400 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og varamaðurinn Jóna Björg Sveinsdóttir. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu þannig að tveir liðir bætast við auglýsta dagskrá og verða nr. 1 og 2, aðrir liðir færast sem því nemur.
- Kosning oddvita og varaoddvita.
Oddviti kjörinn Jakob Sigurðsson með fjórum atkvæðum, Ólafur Hallgrímsson hlaut eitt atkvæði. Varaoddviti kjörinn Ólafur Hallgrímsson með fjórum atkvæðum, Jón Sigmar Sigmarsson hlaut eitt atkvæði.
- Fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 8.07.2011.
Fundargerðin rædd og samþykkt samhljóða.
- Umsögn um rekstrarleyfi fyrir Álfakaffi.
Hreppsnefnd hefur ekkert við leyfið að athuga.
- Reglur um fjárhagsaðstoð, félagslega liðveislu og heimaþjónustu. Gögn send í tölvupósti 10 júní.
Hreppsnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
- Eignaskiptayfirlýsing Borgarfjarðarhreppur /Sveinungi.
Gerð hefur verið eignaskiptayfirlýsing vegna nýbyggingar á Heiðinni Fastanr. 237 – 9737, eignarhluti Sveinunga verður 25% og Borgarfjarðarhrepps 75%.
- Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdum á tjaldsvæði lýkur í næstu viku. Aðstöðu fyrir brotajárnsgám hefur verið komið upp á sorpurðunarsvæði. Rætt um að koma upp almennri aðstöðu innan manar til tímabundinnar geymslu stærri hluta.
Vinnuhópar Landsvirkjunar og Seed koma til starfa síðsumars.
Neysluvatnssýni hafa verið greind hjá Matís og reyndust innan allra marka.
Úthlutun úr styrkvegasjóði til Borgarfjarðarhrepps ein miljón króna.
Fundi slitið 16:25.
Fundargerð ritaði
Jón Þórðarson