Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

7. fundur 02. maí 2011

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2011 mánudaginn 2. maí kl: 17 í Hreppsstofu. Ólafur boðaði forföll. Sjá erindi Kristjönu í 1. lið dagskrárlið. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og varamennirnir Bjarni Sveinsson og Björn Aðalsteinsson.

1. Erindi frá Kristjönu Björnsdóttur.

Kristjana Björnsdóttir óskar eftir tímabundinni lausn frá störfum til 31. júlí 2011. Samþykkt einróma.

 

2. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2010 fyrri umræða. Magnús Jónsson endurskoðandi mætti á fundinn skýrði reikninginn og svaraði spurningum. Sveitarstjórn samþykkir að veita framlög frá A- hluta sveitasjóðs til B- hluta fyrirtækjanna, félagslegra íbúða, vatnsveitu og fráveitu vegna hallarekstrar ársins 2010.

Reikningurinn samþykktur einróma og vísað til síðari umræðu.

 

3. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 20.04.2011

Fram hefur farið grenndarkynning vegna bygginga við Bakkaveg 7 og 9, engin athugasemd barst. Fundargerðin rædd og samþykkt einróma.

 

4. Laun kjörstjórnar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjörstjórnarmennirnir Björn og Bjarni tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Laun kjörstjórnar ákveðin kr. 35.000

 

5.Erindi frá brott fluttum Borgfirðingum.

Tillaga um merkingar horfinna húsa í þorpinu. Vel tekið í hugmyndina málinu vísað til Skipulags og byggingaefndar til nánari útfærslu.

 

1. Skýrsla sveitarstjóra.

Framkvæmdir við tjaldstæðishús ganga vel, til athugunar að leggja bundið slitlag við höfnina. Ársreikningur Fjarðarborgar lagður fram til kynningar reksturinn er í járnum. Unnið er að því að starfrækja Leiklistarbúðir/tilraunaleikhús á Borgarfirði í sumar, aðkoma hreppsins verður með einhverju vinnuframlagi starfsmanns. Ársreikningur Dvalar og hjúkrunarheimilis aldraðra kynntur. Reglur um afgreiðslu þjónustubeiðna hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs kynntar. Fyrirhugað er að halda reiðnámsskeið á Brandsbölum 8-12 júní. Styrkur að kr. 400.000 fékkst til úrbóta á ferðamannastöðum, fyrirhugað að setja upp skilti í og við Njarðvíkurskriður.

Ólafur Hallgrímsson gerir athugasemd við síðustu fundargerð þar sem hann boðaði forföll.

 

Fundi slitið kl. 1925

 

Fundargerð ritaði Jón Þórðarson

Getum við bætt efni þessarar síðu?