Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

6. fundur 04. apríl 2011

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2011 mánudaginn 4. apríl kl: 17 í Hreppsstofu. Kristjana boðaði forföll. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og varamaðurinn Bjarni Sveinsson.

 

1. Atvinnuaukningasjóður umsóknir.

Borist hafa tvær umsóknir frá Álfheimum ehf. og Skúla Sveinssyni. Bjarni Sveinsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt með þremur atkvæðum.

Samþykkt að lána Álfheimum ehf. kr. tvær miljónir og Skúla Sveinssyni kr. tvöhundruð og fimmtíu þúsund.

 

2. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 31.03.2011

Fundargerðin fjallar um deiliskipulag í landi Stakkahlíðar og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á tjaldstæði. Fundargerðin rædd og samþykkt.

 

3. Rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki eitt að Borg í Njarðvík.

Jakob Sigurðsson vakti athygli á vanhæfi sínu og var það samþykkt með fjórum atkvæðum.

Hreppsnefnd hefur ekkert við umsóknina að athuga.

 

4. Fundargerðir:

a. Skólaskrifstofa Austurlands.

Lögð fram til kynningar.

b. Dvalarheimili aldraðra.

Lögð fram til kynningar.

5. Skýrsla sveitarstjóra.

a. Framkvæmdir. Framkvæmdum er við höfnina að mestu lokið nema raflögnum. Áhaldahús á lokastigi vantar raflagnir. Vinna við viðbyggingu á tjaldsvæði hafin.

b. Gæðaáfangastaður í Evrópu. Samþykkt að sækja um viðurkenningu fyrir Borgarfjörð.

 

Fundi slitið kl. 18.30

 

Jón Þórðarson

Ritaði fundargerð

Getum við bætt efni þessarar síðu?