Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

5. fundur 21. mars 2011

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2011 mánudaginn 7. mars kl: 17 í Hreppsstofu. Forföll boðuðu Ólafur og Kristjana. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og varamaðurinn Bjarni Sveinsson.

1. Drög að svarbréfi til Sóknar lögmannsstofu.
Farið yfir drög að svarbréfi til Sóknar lögmannsstofu vegna bréfs þeirra um “málefni gönguleiða við jörðina Hofströnd”
Bjarna Björgvinssyni lögfræðingi falið að svara bréfinu.

2. Fundargerðir:
a. Héraðsskjalasafn.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
b.Starfshópurinn „Austfirsk eining“
Fundargerðin rædd. Næsti fundur Austfirskrar einingar verður haldinn á Borgarfirði 1. apríl.
c. AST (Austfirskar stoðstofnanir)
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf til hreppsnefndar.
a.Um Þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður 9. apríl næstkomandi. Kjörstjórn verður sú sama og vegna kosninga til Alþingis.
b.Specialisterne á Íslandi.
(Samtökin hafa að markmiði að styrkja einhverfa til atvinnuþátttöku)
Samþykkt að styðja samtökin um kr. 50 á hvern íbúa sveitarfélagsins.
c.Austfirska Karnivalið.
Austfirska karnivalið er fjöllistahópur undir forystu Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Leitað er eftir styrk til hönnunar á álfabúningum sem fyrirhuguð er að framleiða á Borgarfirði. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. hundrað þúsund að því gefnu að framlögð áætlun gangi eftir.

4.Skýrsla sveitarstjóra.
Framkvæmdir.
Framkvæmdum er að ljúka við höfnina. Vinnu við skemmu á Heiði miðar vel áætluð verklok í næsta mánuði.


Fundi slitið kl. 18.45


Jón Þórðarson
ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni þessarar síðu?