Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2011 mánudaginn 7. mars kl: 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
1. Erindi vegna Héraðsskjalasafns Austfirðinga
Erindið varðar Bókasafn Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttir sem gefið var til óstofnaðs Héraðsskjalasafns 17. apríl 1974
Í bréfi Halldórs Árnasonar frá 23. febrúar s.l. sem ritað er fyrir hönd erfingja Halldórs og Önnu Guðnýjar kemur meðal annars fram að: ,, Stuttu eftir að stjórn Héraðsskjalasafnsins hafði gengið frá reglunum barst erfingjum þeirra Halldórs og Önnu Guðnýjar bréf frá nýskipaðri stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, þar sem samkomulagi um reglugerðina frá 11. júlí 2010 var rift einhliða af hálfu stjórnarinnar, svo og öllum reglum sem áður hafði orðið samkomulag um milli aðila.” Með bréfinu óskar Halldór eftir afstöðu hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps til framangreindra stjórnsýsluaðgerða Héraðsskjalasafnsins.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps telur að stjórn Héraðsskjalasafnsins beri að standa við gerða samninga.
2. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar 3. mars
Eftir umræður um fundargerðin var hún borin upp og samþykkt einróma.
3. Samstarfssamningur sveitarfélag á Austurlandi um menningarmál
Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til uppkastsins að svo stöddu enda vantar mikið á að samningsdrögin séu fullgerð.
4. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Landsþingið verður á Hilton Nordica í Reykjavík 25. mars.
5. Lánasjóður sveitarfélaga aðalfundur
Ársfundur sjóðsins er haldinn í tengslum við Landsþingið.
6. Fundargerðir: a) Skólanefnd b) Skólaskrifstotu Austurlands
a) og b) Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. Komið hefur beiðni frá foreldrum leikskólabarna um lengdan opnunartíma. Í framhaldi af því ákvað hreppsnefndin að lengja vistunartímann í allt 6 klukkustundir á dag, fimm daga vikunnar.
7. Bréf til hreppsnefndar
Borist hefur bréf frá Sókn lögmannsstofu er varðar: Málefni gönguleiða við jörðina Hofströnd. Bréfið rætt efnislega. Einnig liggur fyrir bréf frá Karli Sveinssyni þar sem hann falast eftir Borg ehf. Einkahlutafélagið Borg er ekki til sölu að svo stöddu.
8. Skýrsla sveitarstjóra
Búið er að senda Bláfánaumsóknina, framkvæmdum við Bátahöfnina er að ljúka.
Fundi slitið kl: 20.20 Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Eindagi umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er 1. apríl