Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

2. fundur 17. janúar 2011

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2011 mánudaginn 17. janúar kl: 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.

1. Fjárhagsáætlun 2011 síðari umræða

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 borin upp og samþykkt einróma.

Helstu niðurstöðutölur í þús. kr.

Skatttekjur: 39.558

Heildartekjur: 92.450

Afkoma A-hluta: 7.576

Samtala A og B hluta: 3.140

Fjárfesting ársins er 18.400

2. Þriggja ára áætlun fyrri umræða.

Áætlunin borin upp og samþykkt einróma

3. Skýrsla sveitarstjóra

Grunnskólinn fær aðgang að ,,Mentor” upplýsingakerfinu nú á næstunni.

Rætt um hafnarframkvæmdir og breytingar á aðstæðum í innsiglingunni inn í Höfnina.

Hreppsnefndin óskar nemendum og starfsfólki Grunnskólans til hamingju með Grænfánann sem var flaggað í fyrsta sinn í dag.

Fundi slitið kl. 18.45 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?