Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2011 mánudaginn 3. janúar kl: 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
a. Fjárhagsáætlun 2011
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
b. Fundargerðir
Skólaskrifstofu Austurlands aðalfundur og stjórnarfundur.
Lagðar fram til kynningar. Sveitarstjóri er aðalmaður og oddviti varamaður Borgarfjarðarhrepps í stjórn Skólaskrifstofu Austurlands.
c. Skýrsla sveitarstjóra
Hlutur Borgarfjarðar eystri í byggðakvóta fiskveiðiárið 2010 til 2011 er 55 þorskígildistonn sem er umtalsvert minna en síðasta fiskveiðiár. Skemmdir urðu á Skarfaskersgarðinum utan við Skarfaskerið í briminu 17. desember.
Fundi slitið kl: 18.40 Kristjana Björnsdóttir
ritaði