Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

22. fundur 20. desember 2010

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 22. fundar á árinu 2010 mánudaginn 20. desember kl: 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana.

1. Fjárhagsáætlun fyrri umræða

Fjárhagsáætlun samþykkt einróma við fyrri umræðu.

2. Samningar og samþykktir vegna félags og barnaverndarmála

Samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps dagsettur 17. desember 2010 borinn upp og samþykktur einróma.

Samningur um félagsþjónustu og barnavernd milli annars vegar Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps og hinsvegar Fljótsdalshéraðs dagsettur 17. desember 2010 samþykktur einróma. Sveitarstjóri undirritar samningana f.h. Borgarfjarðarhrepps.

3.Fundargerðir

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:

a) Almannavarnanefndar í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði.

b) Aðalfundar fulltrúaráðs Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

c) 24. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi.

1. Bréf

Með bréfi frá Umhverfisráðuneytinu dagsettu 23. nóvember vekur ráðuneytið ,,athygli sveitarfélaga sem liggja að ströndinni á þeirri umræðu sem er á alþjóðavettvangi um áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda, skaðsemi þess og kostnaðar vagna hreinsunar.” Ráðuneytið vill meta umfang vandans og leitar í því skyni upplýsinga frá sveitarfélögum.

2. Skýrsla sveitarstjóra

Sveitarstjóri hvetur hundaeigendur á að fara að reglum um hundahald.

Fundi slitið 18.40 Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?